05 June 2013

Afreksþjálfun!

Ég er á lífi! Það er alltaf eins og ég fari í smá dvala þegar ég lendi á íslandi.. það er búið að vera meira en nóg að gera undafarið frá því að við komum heim. Útskriftir, hittingar, matarboð, æfingar og vinna. Hörður stoppaði aðeins stutt þar sem hann fór fljótlega til Serbíu að æfa og liðka stífa liði eftir langt tímabil. Hann er sem betur fer að koma heim á morgun svo vonandi tekur hann sólina og sumarið með sér heim!

Svo ætla ég að nota tækifærið og auglýsa aðeins körfubolta búðirnar sem hann Hörður er með 21-23. júní. Hann er með Afreksþjálfun þessa helgi fyrir krakka frá 12 ára og eldri. Hörður hefur lagt gríðalega mikið á sig til að komast þar sem hann er í dag og er sko alls ekki hættur. Hann er alltaf að finna nýjar og skemmtilegar leiðir til þess að verða betri og ætlar núna að reyna að kenna öðrum það sem hann hefur lært og finnst vera að virka. Þetta er heil helgi af æfingum, fyrirlestrum og skemmtun! Svo ég mæli með þessu fyrir alla þá sem vilja bæta sig og ná lengra í körfubolta. Þjálfunin kostar 8.000 kr. Ef það eru eitthverjar spurningar þá endilega sendið mér mail eða á horduraxel@gmail.com. Svo er hópur á facebook sem er opin hér. Hlakka til að sjá ykkur og nú fer bloggið að vakna frá dvala!

No comments:

Post a Comment