05 April 2013

Sól&Sumar



Ég mun sitja inni alla helgina að læra. Var í prófi í morgun og aftur á mánudaginn. Get ekki beðið eftir að fara í sumarfrí þann 29 apríl!!

Við erum að reyna að plana sumarið okkar en það er allt svo fljótt að breytast að ég er hætt að reyna að plana mikið. Held að öll okkar frí og ferðir til útlanda hafa verið með stuttum fyrirvara, svo það stefnir allt í það sama þetta árið! Veturinn hérna í þýskalandi er búin að vera alltof LANGUR! Mig er farið að dreyma um smá sól og hita.

Á myndinni hér að ofan sem tekin er akkurat á sama tíma í fyrra þá sat ég úti á svölum að fylgjast með útileik hjá Herði og plana brúðkaupið okkar. Það væri sko vel þegið núna að sitja úti í þessum skemmtilega próflestri, þar sem eiginmaðurinn á einmitt útileik í Munich á morgun. Það eru ekki nema um nokkrar gráður hérna hjá okkur núna, smá leyfar af snjó og KULDI.

Það er nánast eini gallinn við þetta allt saman er að þurfa sofa ein þegar hann fer í útileiki. Úff það hræðir mig ekkert jafn mikið. Ég magna þetta svo allt upp í hausnum á mér og held að það sé einhver að koma og drepa mig! Hörður hefur oft nefnt það að ég ætti að gerast rithöfundur þar sem ég er með svakalegt ímyndunarafl!!




No comments:

Post a Comment