13 March 2013

Dresden

















Við áttum alltaf eftir að fara að heimsækja þessa fallegu borg. Við höfðum heyrt að hún væri mjög flott en dúddamía! Hún er geðveik! Það eru ótrúlega fallegar byggingar og borgin á sér mikla sögu. Í seinni heimstyrjöldinni var borgin nánast lögð í rúst. Hörður átti frí á mánudaginn og við keyrðum yfir, en Dresden er um 1,5 klukkustund frá okkur. Hörður setti saman nokkur skemmtileg lög til að spila í bílnum og við sungum og dönsuðum alla leiðina. Fengum okkur svo góðan ítalskan mat, starbucks og búðir skoðaðar ásamt því að taka helling af myndum af þessari flottu borg.

Mér finnst það vera þvílík forréttindi að fá að búa hérna og getað skoðað allar þessar fallegu borgir og keyrt um. Mér finnst svo ótrúlega gaman að fá að skoða nýjar borgir, menningu og bara aðeins að breyta til...Ég er ótrúlega þakklát fyrir að fá að upplifa þetta ævintýri.


2 comments:

  1. Hlakka einmitt til að geta ferðast um Þýskaland næsta árið :)
    Annars er vinkona mín nýflutt til Dresden!

    ReplyDelete
    Replies
    1. Sá ekki kommentið! Ég mæli með að fara til Dresden og Prag ef þið hafið ekki farið! Dresden kom mér á óvart hvað mikið er af flottum byggingum en við vorum svo stutt að við fundum ekki almennilega göngugötu með kósý kaffihúsum en Starbucks er alltaf gott ;)

      Góða skemmtun í Seattle núna, væri gaman ef við náum að hittast í þýskalandinu!

      Delete