20 January 2013

Sava Nald

                    

Komin heim eftir æðislega daga í Berlín. Fyrsta sýningin sem við fórum á var á Adlon hótelinu í Berlín. Þar sýndi hönnuðurinn Sava Nald okkur vetrartískuna 2013-14, sýningin hét Winter Dreams. Salurinn sem sýningin var í er ótrúlega flottur og gamaldags. Kristals ljósakrónur í loftunum og ótrúlega fallegur elegant stíll yfir öllu. Ég elska þennan gamla konunga stíl. Það verður allt svo virðulegt og hátíðlegt.

Módelin voru öll með virkilega langar fléttur í hárinu sem voru vafðar um hálsin eða látnar hanga niður með þeim, kom mjög vel út og skemmtilegt heildarlúkk. Módelin voru förðuð með MAC snyrtivörum. Förðunin var frekar látlaus og var fókusins alveg á fötunum og hárinu.
Það var svo eitt módel sem ég var strax mjög hrifin af. Eldri kona sem var svo ótrúlega virðuleg og með það á tæru hvað hún var að gera. Svo þegar við förum á okkar seinni sýningu daginn eftir fréttum við að þetta var mamma hennar Naomi Campell, svo þar koma hæfileikar hennar Naomi. Mamman var alveg með þetta! Var mitt súpermódel þessa tískuvikuna. Það sést aðeins í okkur á myndbandinu þar sem við sátum á fremsta bekk. Mér fannst alls ekki leiðinlegt að fá að mæta á þessa flottu tískusýningu hvað þá að fá að vera á fremsta bekk. Ekki skemmdi fyrir að í sætinu beið okkar flottur poki frá hönnuðinum. Í pokanum var fallegur trefill úr ull og snyrtivörur. 

No comments:

Post a Comment