11 December 2012










Loksins kom afísingarbíllinn!



Hörður átti enn einn stórleikinn á laugardaginn! Ætli krullurnar hafi ekki verið að gera gott mót? Þeir unnu leikinn og spilaði Hörður 33 mínútur(af 40), var með 18 stig, 6 fráköst og 5 stoðsendingar! Er endalaust stolt af honum.. Liðið sem þeir unnu er í 3 sæti í deildinni en liðið okkar er í 16 sæti af 18! Svo þessi sigur var extra sætur. Fyrir leikinn var sagt að 3 daga frí væri mögulegt ef þeir myndu vinna leikinn. Svo ég var búin að redda miðum til ÍSLANDS. Strax eftir leikinn var pakkað í töskur, ég kláraði að læra og brunað til Frankfurt í næsta flug sem var í hádeginu á sunnudeginum. Ferðin gekk vel, vorum komin til Frankfurt á góðum tíma. Vorum meira að segja komin um borð í vélina á undan áætlun og allt var að ganga upp! Við endum á að sitja um borð í 4 tíma þar sem Þjóðverjar hafa greinilega aldrei séð snjó eða frost áður og beðið var eftir afísingu á vélina!! Mig langaði að grenja! Sitja inní vél og geta ekkert gert! Hörður átti upphaflega að ná 16 tímum á íslandi en endaði í rétt 12 tímum... Það var samt vel þess virði að ná að borða hátíðarmat með fjölskyldunni og smakka smákökur frá mömmu. Hörður ákvað svo að skilja mig eftir á íslandi og vill helst að ég verði hérna jól og áramót með fjölskyldunni. Finnst agalegt að skilja hann eftir einan úti! En hann er víst á fullu á æfingum og í leikjum alla dagana svo það er ekki séns að fá neitt frí. Svo við sjáum hvað ég geri! Þetta líf á sér nefnilega leiðnlegar hliðar eins og þessar en sem betur fer eru þessar hliðar ekki margar. 


2 comments:

  1. Þó að það sé ekki langt frí um jólin hjá þeim erum við mjög heppnar að fá sumarið sem t.d. margar konur fótboltamanna kvarta yfir! Alltaf hægt að gera jólin kósý saman :)

    ReplyDelete
  2. Já það er alveg rétt hjá þér Edith :) Verðið þið í Svíþjóð um jólin?

    ReplyDelete