10 October 2012

Fyrir rúmu ári síðan steig ég fram og sagði mína sögu. Tveimur árum áður byrjaði ég að vinna með samtökunum Blátt Áfram og kom með þá hugmynd að fara af stað með söluátak og í leið auglýsingaherferð gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum. Ákveðið var að setja í sölu lyklakippu með ljósi sem hefur verið árleg síðan þá, þetta er í dag helsta fjáröflun Blátt Áfram. Þegar ég fór af stað og vildi breyta minni sögu sem var alltof neikvæð í eitthvað jákvætt. Alltof mörg reiði tár höfðu fallið að ég ákvað að reyna breyta þeim í jákvæð tár sem gerðist þegar ég sá viðbrögðin við greinunum. Ég hugsaði með mér að ég hlyti að geta breytt eitthverju, hjálpað eitthverjum eða komið að gagni með minni reynslu. Því ákvað ég að veita viðtal við bæði Víkurfréttir sem er bæjarblaðið í Reykjanesbæ og Vikunni. Bæði tölublöðin komu út í maí árið 2011 ef eitthver getur nýtt sér söguna mína.
Ég hef heyrt margar mismunandi sögur um það afhverju ég ákvað að fara í viðtölin. Ég á að hafa grætt peninga af þessu, eða ég væri jafnvel að ýkja söguna til að fá eitthverja athygli. Svo það sé á hreinu þá fékk ég ekki krónu fyrir að fara í þessi viðtöl og athyglin var alls ekki það sem ég var að leitast eftir og sagan var ekki ýkt á neinn hátt. Það sem kom mér kanski hvað mest á óvart að fólk var að spá í því afhverju ég var að gera þetta núna eða 10 árum eftir að misnotkunin átti sér stað. Jú það er einfalt, einstaklingur sem lendir í þeim aðtæðum og reynslu sem ég lenti í er ekki tilbúin að opinbera mál sitt í flestum tilvikum stuttu eftir atburð. Þar sem ég var líka barn þegar misnotkunin átti sér stað þá tekur það oft lengri tíma að vinna úr brotum þar sem allt traust er oft farið. Ég myndi ekki ráðleggja neinum að fara í viðtal eða opinbera sögu sína nema vera búin að vinna vel í sínum málum og vera tilbúin þeim nækvæðu sögum og umtali sem oft fylgja.Ég gerði mér til dæmis ekki grein fyrir því fyrr en eftir á að það tók helling á andlega að veita þessi viðtöl og þarf virkilega að passa andlegu hliðina þegar veitt eru svona viðkvæm viðtöl.
 Ég tel samt að allar þær nækvæðu sögur sem ég hef heyrt í kringum mál mitt má rekja beint eða óbeint til mannsins sem misnotaði mig. Auðvitað reynir hann sitt besta að líta vel út og ég hef rakið sögur til hans sem segja þvert á það sem gerðist. Ég fór ekki í þessi viðtöl til þess að ná mér á eitthvern hátt niður á honum. Ég hef lært það með árunum það það er eitthvað að hjá honum, ekki mér og hann á hvorki orð né orku skilið frá mér.  
Ástæðan mín var einföld ég vildi HJÁLPA. Ég er alls ekki að segja að ég fékk ekki góð viðbrögð og stuðning við greinunum. Ég hef fengið fórnarlömb, kennara, foreldra og aðra sem hafa sagt hvað greinarnar hafa hjálpað mikið við að opna umræðuna við börnin.
Hvort sem þú ert foreldri, systkini, amma, afi, frænka eða frændi jafnvel bara vinur þá er ábyrgðin okkar. Við verðum að vera vel vakandi í umhverfinu okkar og hætta að hugsa þetta kemur ekki fyrir á mínu heimili eða nálægt mér, því jú ef barnið er ekki vel upplýst þá eru mun meiri líkur á að eitthver í ykkar innsta hring viti af því og misnoti sér vald sitt.
 
Stuðningur fjölskyldu minnar hefur verið eitthvað sem hefur haldið mér á lífi. Það að mama og pabbi trúðu mér strax og án þess að efast um orð af því sem ég sagði skipti mig og framhaldið öllu máli.
Helga systir hefur hjálpað mér svo ótrúlega mikið og er ég henni ævinlega þakklát. Hún stóð eins og klettur við bakið á mér og gerir enn.
Ef þú ert í eitthverjum vafa um hvort að barn sé í öruggum höndum, athugaðu það nánar. Þitt innsæi gæti skipt máli upp á líf og dauða.
 
Ef það er eitthvað sem ég get hjálpað með þá endilega hafið samband ég er ALLTAF til í að hjálpa.
Ég er á facebook, eða hafdis_h@hotmail.com
Ekki hika við að senda á mig línu.
 
Við erum stekari saman!



4 comments:

  1. Elsku Hafdís þú ert og verður alltaf hetja hjá okkur Ingó, erum óendanlega stolt af þér. Hafðu það gott. Kossar og risaknús til ykkar Harðar í Þýskalandi. Magga og Ingó.

    ReplyDelete
  2. Mér finnst þú alveg rosalega hugrökk, dugleg og flott! Taktu inn þetta góða og láttu það slæma sem vind um eyru þjóta!

    ReplyDelete
  3. vá! þú mátt sko vera stolt af þér.
    mér finnst auglýsingarnar frábært og þarft framtak og ég kaupi alltaf lyklakippuljós.
    þú ert sko sannarlega að hjálpa með því að stíga svona fram og segja þína sögu!

    ReplyDelete
  4. Takk takk takk!! Það er eitt sem ég hef lært í gegnum árin er að láta það slæma framhjá mér fara og einbeita mér af því góða :)

    ReplyDelete