02 October 2012

Lífið


Fyrsti leikurinn í deildinni hjá Herði er á morgun. Þeir fóru í dag og verða á hóteli í nótt svo ég er ein heima og finnst það eitt það óþægilegasta við það að búa svona úti, það er enginn mamma sem hægt er að hoppa yfir til.
Síðasta tímabil var okkar fyrsta í atvinnumennsku og var virkilega lærdómsríkt og skemmtilegt. Liðið tapaði varla leik og fór upp um deild eða í efstu deild hérna í þýskalandi BBL. BBL deildin er ein af sterkustu deildunum í evrópu. Ég á það til að hugsa alltaf hvar ég ætla að vera á næsta ári eða í framtíðinni og gleymi svolítið nútímanum. Undafarið hef ég verið að reyna minna sjálfa mig á að njóta augnabliksins því það kemur nú ekki aftur. Það að fá tækifæri á að búa hérna, ferðast, kynnast nýjum vinum,  fylgjast með Herði ná svona miklum árangri, og vera í skóla í leiðinni er eitthvað sem ég er virkilega hamingjusöm með og ætla að njóta í botn. Ég á það stundum líka til að gleyma hvað það var mikil vinna að komast á þann stað sem við eru á í dag. Hörður gerði allt til að fá þetta tækifæri og hann fékk nákvæmlega ekkert gefins.
Það þarf að passa sig á að njóta lífsins en ekki alltaf spá í að vilja meira og sjá svo eftir á að maður naut ekki líðandi stundar þar sem hugurinn var alltaf á eitthvað stærra og meira! 

Ætla taka næstu mánuði sem meistaramánuði og:
Ferðast meira
Læra meiri þýsku
Hitta stelpurnar oftar
Elda öll kvöld
Njóta frídaganna með Herði 
Hitta fjölskyldu og vini meira á skype 
og NJÓTA

Ert þú að gera allt sem þig langar til að gera? Ertu að láta drauma þína rætast? 
Nokkrar flottar myndir sem láta mann fá smá auka boost!!





Einn vinur minn sagði eitt sinn svo ótrúlega flotta setningu:
Draumar eru gerðir til þess að rætast! 

Svo ótrúlega satt hjá honum.


No comments:

Post a Comment