26 February 2012

Sýkingar!!

Veikindin voru sem sagt sýking í munni( tungunni,tannholdinu,& vörunum), flensa, og sýking í putta!!Mun ekki óska neinum að fá sýkingu í munninn!! Eitt það versta sem ég hef fengið, vakna með verki, geta nánast ekkert borðað og blæðandi varir?! Hversu óheppinn er hægt að vera? Hef aldrei verið heppin þegar kemur að veikindum. Núna er þetta alveg hætt að vera fyndið. Get hreinlega ekki beðið eftir að fara borða almennilega, vinna og fara í ræktina.
Annars unnu MBC í gær og Hörður minn villaði út eftir 11 min!! Náði að skora 6 stig samt. Held að hann hafi gert dómurunum eitthvað eða þeir hreinlegs öfundsjúkir útí hæfileikana hjá drengnum!! Klárlega seinna, hann mátti bara ekki hreyfa sig.
Þó svo yndislegi Ipadinn minn er búin að standa eins og klettur við bakið á mér í vikunni þá er alls ekki gaman að skella í blogg á hann. Kann ekki að breyta letrinu eða gera bloggið fallegt. Svo ef eitthver kann góð ráð við ipadnum endilega deildu. Væri líka gaman að sjá hvort það er eitthver að lesa bullið í mér??

No comments:

Post a Comment