16 February 2012

Rútína - Rútína - Rútína

Loksins!
Þegar fólk hefur spurt mig hvernig það gengur hérna úti hef ég alltaf svarað "mjög vel". Í raun gengur mjög vel hjá Herði og liðinu en ekki svo vel hjá mér. Eftir að skólinn gekk ekki upp hef ég lítið verið að gera. Þannig frá byrjun nóvember til núna byrjun febrúar hef ég ekkert verið að gera, sem mér fannst hræðilegt. 
Hef aldrei verið jafn dugleg í ræktinni og var farin að fara alla daga vikunnar þar sem mér dauðleiddist hérna. Það góða við það er að núna finnst mér ótrúlega gott að fara í ræktinna og sjá mun á líkamanum, húðinni og sálinni! Þeir sem þekkja mig vita að mér fannst nú meiri vitleysan að vera að fara í ræktina hvað þá út að hlaupa! 
Annars finn ég þvílíkan mun á mér eftir að ég byrjaði að vinna, er miklu jákvæðari og líður miklu betur að hafa eitthvað að gera. Svo núna get ég virkilega sagt að það gangi vel hjá okkur báðum!
Veit ekki alveg hvernig hann Hörður höndlaði mig í þessa þrjá mánuði! Hann hefur verið ótrúlega duglegur að fara með mér á milli æfinga eitthvað og reyna að "hafa ofan af mér" eins og litlu barni hérna! Haha
Svo ég fagna rútínunni!
Svo var að flytja önnur stelpa hingað unnusta leikmanns í liðinu hjá Herði svo nú erum við orðnar þrjár og reynum að gera eitthvað saman á kvöldin. Erum búin að fara í þessarri viku í keilu og svo í gær var kínverskur matur og spilakvöld.

Gleymdi alltaf að setja inn viðtalið sem við Hörður vorum í hjá Víkurfréttum. Hér er viðtalið fyrir áhugasama.


No comments:

Post a Comment