10 November 2013

Sólin










 Þarf að fara taka það að mér að pússa þennan lyftu- spegil! Held að ég noti hann hvað mest!







Ó hvað ég átti góðan dag. Hann byrjaði þó ekkert svo vel þar sem ég ákvað að sofa aðeins lengur eða þangað til ég þurfti að skutla Herði í leik (hverjum dettur í hug að hafa körfuboltaleik kl 12:15??). Þar sem ég var orðin frekar sein kom ég við í lúgunni á Mc´donalds! Ég er alltaf á síðustu stundu fyrir alla leiki. Það er alveg sama á hvaða tíma þeir eru, ég er alltaf sein! Jæja ég skelli borgaranum í mig meðan ég mála mig, hoppa í kjól og á hlaupum um íbúðina. Auðvitað er ég svo á seinustu mínútunni að hlaupa inn í höllina! 

Úrslitin voru ekki okkur í hag svo förum ekkert nánar út í það neitt. Sólin ákvað þó að reyna þerra taptárin og skartaði sínu allra besta fyrir okkur. Fórum og fengum okkur góðan ítalskan mat og röltum um borgin okkur! Dásamlegt. Á morgun held ég svo heim til íslands þar sem það er víst stormur sem tekur á móti mér!! Held ég fari í Primark og fái mér hlýja sokka fyrir ferðina. 

Vonandi náði ég að hlýja ykkur aðeins með þessu myndum! 


No comments:

Post a Comment