09 July 2013

Reykjavíkur Maraþon Íslandsbanka

Eru ekki örugglega allir búnir að lesa bloggið hér að neðan um Brúðkaupið okkar??

Yfir í annað.. Þá eru margir hlaupagarpar að fara taka þátt í ReykjavíkurMaraþoni Íslandsbanka sem fer fram 24. ágúst næstkomandi. Það eru margir sem eru nú þegar búnir að velja sér málefni til að hlaupa fyrir sem er frábært.


Ef þið eruð hins vegar ekki búin að gera upp hug ykkar og ætlið að hlaupa þá langar mig svo að vekja athygli á samtökum sem standa mér virkilega nálægt eða Blátt áfram. Það eru sjálfstæð samtök sem vinna að förvörnum gegn kynferðislegu ofbeldi á börnum á íslandi. Ég hef fengið að kynnast þessu af eigin raun og því segi ég og skrifa þetta getur gerst fyrir hvern sem er. Því eru forvarnir í þessum málaflokki gríðarlega mikilvægar og að við stöndum saman við að fræða börnin í landinu.

 Það eru svo margar staðreyndir um þessi mál sem vekja óhug minn og mig langar að gera allt sem ég get til þess að hjálpa til. Margt smátt gerir eitt stórt og ég get lofað þér að svona styrkur kemur að góðum notum þegar fjárframlög eru af skornum skammti og svona mikilvægt forvarnarstarf rekið mest megnis á styrkjum.

Ef þú ert hinsvegar ekki að fara hlaupa þá mæli ég samt sem áður með að þú kynnir þér starf Blátt áfram. Hvort sem við eigum börn eða ekki þá erum við flest að umgangast þau hvort sem við þekkjum börnin eða ekki. Það getur því alltaf komið fyrir að barn leitar til þín og þú ein/n getur bjargað alveg heil miklu. Þess vegna finnst mér svo ótrúlega mikilvægt að við séum tilbúin ef barn eða fullorðin einstaklingur leitar til okkar og þarf á okkar hjálp að halda. Það halda nefnilega flestir að þetta muni ekki koma upp í þeirra fjölskyldum en það eru oft fólkið sem engin myndi gruna sem brýtur svo á börnunum okkar. Það er búið að skoða hvernig afbotamenn í þessum flokk brjóta af sér og það er oftast eins. Þeir byrja á því að byggja upp traust við foreldrana svo þegar það er komið brjóta þeir af sér. 93% barna þekkir einnig geranda sinn!! Svo það segir okkur mikið að þetta er oftast að gerast innan fjölskyldunar eða nákomin vinur. Við getum því bjargað lífi ef við förum rétt að. Það hef ég fengið að kynnast þegar mamma mín og pabbi gerðu nákvæmlega það sem átti að gera og hafa stutt mig alla tíð síðan.


Ég vil því þakka öllum sem hafa ákveðið að hlaupa fyrir Blátt áfram kærlega vel fyrir ykkar stuðningur skiptir öllu máli. TAKK.

No comments:

Post a Comment