11 November 2012


















Seinasta laugardag spilaði Hörður útileik og átti stórleik! Hann fékk loksins að spila seinustu mínútur leiksins og það skilaði sér í sigri. Þegar Hörður kemur inná er liðið 16 stigum undir, þeir ná að saxa á forskotið og setur Hörður svo tvær 3 stiga körfur niður og er þá liðið hans komið 6 stigum yfir og aðeins 2 mínútur eftir. Hitt liðið nær ekki að jafna leikinn og MBC vinna loksins eftir að hafa tapað nokkrum leikjum í röð. Þjálfarinn ákveður að gefa þeim að launum tveggja daga frí (sem gerðist einu sinni á seinasta tímabili) og brunuðum við því af stað til Prag í eina nótt.

Ég fór strax að leita af hóteli. Við vildum vera í miðbænum þar sem við vildum getað gengið um án þess að þurfa fara alltaf á bíl. Ég datt niður á hótel sem var vel staðsett og ekki skemmdi fyrir að það var spa og allt á hótelinu. Hótelið sem við vorum á heitir Hotel Kings Court og ég mæli hiklaust með því. Við vorum með morgunmat innifalið og flottara morgunverðahlaðborð hef ég ekki séð! Það var ALLT á boðstólnum. Herbergið var líka ótrúlega flott og með þægilegasta rúm sem ég hef sofið í, með ótrúlega þægilega kodda!

Sólarhringurinn í Prag var mjög ljúfur og einkenndist af rólegheitum, kakódrykkju, nuddi, slökun og labbi! Betri ferðafélaga er svo ekki hægt að finna, ferðin heppnaðist virkileg vel. Vonandi við fáum að fara í fleirri svona stuttar ferðir á þessu tímabili.

No comments:

Post a Comment