08 March 2012

Sól&sumar

Hef aldrei upplifað svona stuttan vetur. Kanski ástæðan sé að hina vetrana hef ég búið á Íslandi! Hérna kom snjór í cirka tvær vikur, rignir nánast aldrei og ALDREI rok. Sem mér finnst yndislegt. Fuglasöngur og sól inn um gluggann á morgnanna er eitthvað sem ég elska. Ótrúlegt hvað veður getur skipt miklu máli fyrir sálina.
Við Hörður fórum í vikunni í bíó og var sú ferð ansi skemmtileg. Það er sýnd mynd hérna á ensku fyrsta mánudaginn í mánuðinum, og er það suprice bíó. Þar sem bíó löngunin var orðin svakaleg þá tókum við sénsin á að myndin yrði ágæt(sem hún var svo ekki). Við byrjuðum á sjoppunni og var bíópopp og kók eitthvað sem okkur var farið að dreyma um. Þegar ég var búin að panta og borga fengum við smá áfall. Kókið var einn líter á mann og poppið var heil tunna. Þegar við fundum salinn sem var númer 8, fundum við sætin okkar eða sætið. Þá fengum við frekar krúttlegt sæti þar sem tvö sæti voru gerð að einu eða eins og lítill sófi, mjög rómó. Tjöldin voru dregin frá og auglýsingarnar byrjuðu. Var þarna orðin vandræðanlega spennt fyrir bíómynd. Þegar auglýsingarnar voru búnar voru tjöldin dreginn fyrir aftur og inn komu kona og maður og töluðu eitthvað á þýsku. Ég var næstum staðinn upp, hélt að myndin væri biluð en nei þá voru þau komin með körfur að selja ís og nammi fyrir þá sem nenntu ekki í sjoppuna! Jæja þegar þau fóru þá kom kona inn á sviðið með strák með sér og sem betur fer talaði hún ensku og var að kynna fyrir okkur tungumálaskóla. Var með spurningar fyrir salinn og verðlaun í boði. Þetta hef ég aldrei heyrt um! Annars ágæt auglýsing hjá þeim.
Í gær keyrðum við svo til Magdeburg á handboltaleik hjá Björgvini Pál. Mikið var gaman að hitta íslendinga og getað talað íslensku. Höllinn var aðeins stærri en við bjuggumst við og komast fyrir um 7.000 manns. Eftir leikinn borðuðum við með þeim hjónum sem voru ótrúlega gaman. Við Hörður þurfum hinsvegar að fara betur yfir reglurnar fyrir næsta leik!
Svo erum við að fá svo mikið af gestum á næstunni sem gerir biðina eftir íslandi aðeins styttri. Umboðsmaðurinn hans Harðar er að koma á morgun. Mamma, pabbi og Hafþór bróðir 31 mars og svo Hjalti og Thelma í byrjun apríl.

Kveðja úr sólinni í snjóinn!
Xx

1 comment:

  1. ohh ég sakna þess að hafa stuttan vetur!
    mér fannst þetta einmitt eins og í Vín, rigndi mjög sjaldan (en þegar það rigndi, þá var það hard core!) og mér fannst aldrei rok.
    Svo sagði landsbyggðarfólkið í Austurríki að Vín væri algjört rokrassgat.. ég sagði þeim að prófa að búa á suðvesturhluta Íslands, þá myndu þau segja annað ;)

    ReplyDelete